Skjalaskrár

Parent Previous Next

Skráning skjalaskráa byggist á ISAD(G) staðlinum. Staðalinn  byggir á 26 gagna einingum (data elements)  á 6 upplýsingastigum (level of descriptions).

Upplýsingastig skjalasafna samkvæmt ISAD(G).  Í íslenskum skjalasöfnum hefur verið bætt við eitt upplýsingastig sem er kassi (askja). Undirsafn er ekki notað.

Auðkenni skráa. Hver skrá/færsla hefur auðkenni sem byggt er upp út frá vörslustofnun, skjalamyndara, afhendingarári, afhendinganúmeri, yfirskjalaflokki, skjalaflokki, kassa, örk og skjali.

1. Auðkenni vörslustofnunar: samanstendur af landskóða (country code) og auðkennistöfum stofnunar.

2. Auðkenni skjalamyndara: auðkenni sem hver skjalamyndari fær þegar skráð er afhending frá honum í kerfið.

3. Afhendingarár - númer: Það ár sem safn var afhend til vörslustofnunar ásamt númer hvað sú afhending var af afhendingum það árið

4. Yfirskjalaflokkur: auðkenni yfirskjalaflokks

5. Skjalaflokkur: auðkenni skjalaflokks

6. Kassi (askja): auðkenni kassa innan skjalaflokks

7. Örk: auðkenni arkar innan kassa.

8. Skjal: auðkenni skjals innan arkar.


Created with the Personal Edition of HelpNDoc: Create iPhone web-based documentation